Handbolti

Geir: Ég heiti ekki Gær

Geir býður í heimsókn.
Geir býður í heimsókn.
Geir Sveinsson er í viðtali við sjónvarpsstöð SC Magdeburg enda er Geir orðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins.

Tekið er hús á Geir þar sem hann er að koma sér fyrir á nýju heimili fjölskyldunnar.

Í viðtalinu útskýrir Geir meðal annars hvernig nafnið hans er borið fram. Það sé ekki borið fram „Gær" eins og Þjóðverjarnir segja reglulega.

Geir var síðast þjálfari hjá austurríska félaginu Bregenz en hann fær núna stórt tækifæri hjá einu af stærstu félögum Þýskalands.

Alfreð Gíslason gerði liðið að Evrópumeisturum á sínum tíma og stjórn félagsins vildi þjálfara sem væri líkur Alfreð. Á endanum réði félagið fyrrum félaga Alfreðs með íslenska landsliðinu.

Viðtalið við Geir má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×