Erlent

Geimflaug sprakk í 190 kílómetra hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá geimskoti í Baikonur í síðasta mánuði.
Frá geimskoti í Baikonur í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Rússnesk geimflaug, sem skotið var á loft í dag, brann upp í gufuhvolfinu á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Geimferðastofnun Rússlands, Rosmocos, segir að um borð hafi verið 2,4 tonn af matvælum, eldsneyti og búnaði. Samband við geimflaugina rofnaði rúmum sex mínútum eftir 

Fram að því hafði allt gengið eðlilega fyrir sig, en flaugin virðist hafa sprungið í 190 kílómetra hæð.

Samkvæmt Rosmocos eru nægar birgðir í geimstöðinni og ætti slysið ekki að hafa nein áhrif á geimfarana sex sem eru nú um borð í geimstöðinni.

Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja sjónarvottar að brot úr geimflauginni hafi lent á jörðinni í Síberíu, nærri landamærum Mongólíu. Mest allt brakið mun þó hafa brunnið upp í gufuhvolfinu. Um er að ræða Progress MS-04 geimflaug sem skotið var á loft frá Beikonur í Kasakstan í dag.

Síðustu birgðaflaug var skotið skotið á í október og annarri verður skotið á loft frá Japan í miðjum desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×