Erlent

Geimfarar fönguðu þrjá fellibyli í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Þesi mynd var tekin af fellibylnum Madeline úr gervihnetti NASA.
Þesi mynd var tekin af fellibylnum Madeline úr gervihnetti NASA. MYnd/NASA
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti í gær myndband af þremur fellibyljum úr geimnum. Myndbandið er tekið utan af Alþjóðlegu geimstöðinni í 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Um er að ræða þrjá fellibylji sem heita Lester, Madeline og Gaston.

Madeline stefnir nú á Hawaii og gæti verið fyrsti fellibylurinn til að herja á íbúa eyjanna í nokkur ár.

Samkvæmt AP fréttaveitunni undibúa íbúar sig nú fyrir átök og safna birgðum og setja hlera fyrir glugga. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr styrkleika þrjú niður í tvö en samt er búist við því að hann verði kraftmikill þegar hann lendir á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×