Innlent

Gegn ofbeldisógn í borginni

Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar stýrði hátíðafundi kvenna í borgarstjórn.
Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar stýrði hátíðafundi kvenna í borgarstjórn.
Hátíðafundur kvenna í borgarstjórn í gær samþykkti að fela forsætisnefnd að hefja undirbúning að stofnun ofbeldisvarnarnefndar á vegum mannréttindaráðs. Í greinargerð með tillögunni er greint frá því að stærsta heilbrigðivandamál nútímans sé ofbeldisógnin.

Í könnun Velferðarráðuneyti kynnti árið 2010 kom fram að 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Útfrá niðurstöðu rannsóknarinnar má áætla að um 45 þúsund konur á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Í könnun sem lögreglan gerði í fyrra kom í ljós 77% kvenna upplifa óöryggi í miðborginni að

næturlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×