Innlent

Gefur lítið fyrir gagnrýni á Evrópustefnu

Ingvar Haraldsson skrifar
Utanríkisráðherra gefur lítið fyrir ásakanir um stefnuleysi í Evrópumálum.
Utanríkisráðherra gefur lítið fyrir ásakanir um stefnuleysi í Evrópumálum. visir/gva
„Ég gef ekkert fyrir það sem Árni Páll Árnason segir, hann talar svo rosalega mikið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra en formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi í Fréttablaðinu í gær að ríkisstjórnin stæði ekki við eigin Evrópustefnu sem sett var fram í mars í fyrra. Innleiðingarhalli EES-tilskipana væri tvö prósent en átti að vera kominn undir eitt prósent á fyrri hluta þessa árs. Á sama tíma ættu engin dómsmál að vera rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna seinagangs við innleiðingar. Nú standa þrjú slík dómsmál yfir gegn Íslandi. „Við erum að sýna ákveðinn árangur en við mættum klárlega gera betur,“ segir Gunnar Bragi og bendir á að innleiðingarhallinn hafi verið 3,1 prósent haustið 2014.

„Auðvitað er vont að vera með mál fyrir EFTA-dómstólnum. Við stefnum engu að síður að því að fækka þeim en það tekur einfaldlega lengri tíma,“ segir Gunnar Bragi.

Utanríkisráðherra segir Ísland eiga í mjög góðu samstarfi við önnur Evrópuríki og nefnir sem dæmi heimsókn Ségolène Royal, orkumálaráðherra Frakklands, til landsins í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×