MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 06:00

Gott ađ hafa Eddu öskrandi á hliđarlínunni

SPORT

Gefur ekkert eftir

 
Sport
13:45 26. FEBRÚAR 2016

Minnstu munaði að Jakobi Svavari Sigurðssyni tækist að næla sér í gullið í keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi á tölthryssunni Gloríu frá Skúfslæk.

Jakob Svavar veitti Árna Birni Pálssyni og Skímu frá Kvistum harða samkeppni og leiddi hann framan af í A-úrslitum. Svo fór hins vegar að Jakob Svavar var ögn lægri en Árni Björn, en aðeins 0.07 stigum munaði á lokaeinkunn þeirra.

Jakob Svavar er sem stendur annar hæstur að stigum í einstaklingskeppninni, en lið hans Top Reiter/Sólning er þriðja efst.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sýningu Jakobs Svavars í forkeppninni og viðtal við hann að henni lokinni.

Niðurstaða A-úrslita:

1. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.00
2. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.83
3. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71
4. Hinrik Bragason - Pistill frá Litlu-Brekku - 7.54
5. Ísólfur Líndal Þórisson - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 - 7.17
6. Sigurbjörn Bárðarson - Spói frá Litlu-Brekku - 6.38

Frekari úrslit og upplýsingar um einstaka dóma er að finna á meistaradeild.is.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gefur ekkert eftir
Fara efst