ŢRIĐJUDAGUR 25. OKTÓBER NÝJAST 10:00

Klippti háriđ sitt í miđjum leik og ţađ virkađi | Myndband

SPORT

Gefur ekkert eftir

 
Sport
13:45 26. FEBRÚAR 2016

Minnstu munaði að Jakobi Svavari Sigurðssyni tækist að næla sér í gullið í keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi á tölthryssunni Gloríu frá Skúfslæk.

Jakob Svavar veitti Árna Birni Pálssyni og Skímu frá Kvistum harða samkeppni og leiddi hann framan af í A-úrslitum. Svo fór hins vegar að Jakob Svavar var ögn lægri en Árni Björn, en aðeins 0.07 stigum munaði á lokaeinkunn þeirra.

Jakob Svavar er sem stendur annar hæstur að stigum í einstaklingskeppninni, en lið hans Top Reiter/Sólning er þriðja efst.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sýningu Jakobs Svavars í forkeppninni og viðtal við hann að henni lokinni.

Niðurstaða A-úrslita:

1. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 8.00
2. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.83
3. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 7.71
4. Hinrik Bragason - Pistill frá Litlu-Brekku - 7.54
5. Ísólfur Líndal Þórisson - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 - 7.17
6. Sigurbjörn Bárðarson - Spói frá Litlu-Brekku - 6.38

Frekari úrslit og upplýsingar um einstaka dóma er að finna á meistaradeild.is.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gefur ekkert eftir
Fara efst