Sport

Gefur eftir 540 milljónir

Peyton Manning.
Peyton Manning. vísir/getty
Óvissa hefur ríkt um hvort leikstjórnandinn Peyton Manning myndi snúa aftur á næsta tímabili með Denver Broncos.

Manning er að verða 39 ára gamall og líkaminn því ekki eins hraustur og áður. Hann varð því að ganga undir læknisskoðun til þess að sanna að hann væri nógu hraustur.

Svo vildi félagið að hann tæki á sig stóra launalækkun enda í þröngri stöðu með launaþakið. Peyton ákvað á endanum að gefa eftir 540 milljónir á lokaárinu sínu en félagið vildi að hann gæfi meira eftir.

Hann á þó að geta unnið alla þessa peninga aftur með bónusum.

Síðasta tímabil átti að vera tímabilið sem Manning færi aftur alla leið. Hann meiddist um mitt tímabil og náði sér ekki almennilega á strik eftir það. Lið hans tapaði svo fyrir Indianapolis í úrslitakeppninni.

Það er ljóst að næsta tímabil verður hans svanasöngur í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×