FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 09:45

Markasúpur í riđlakeppni Meistaradeildarinnar

SPORT

Gefa ofbeldi gegn konum fingurinn úti um allt land

 
Innlent
09:44 19. FEBRÚAR 2016
Vel á ţriđja ţúsund manns dansađi í Hörpu í fyrra.
Vel á ţriđja ţúsund manns dansađi í Hörpu í fyrra. VÍSIR/ERNIR

Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi. Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannakrísan hófst. Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali.

Þessu tengdu var karlmaður handtekinn í Vík í Mýrdal í gærkvöldi grunaður um að hafa haldið tveimur konum sem vinnuþrælum. Nánar um það hér.

Vegna fyrrnefndra ástæða munu þúsundir Íslendinga koma saman í Hörpu klukkan 11:45 í dag og taka þátt í dansbyltingunni Milljarður Rís. Um heimsbyltingu er að ræða þar sem dansað er í borgum víðs vegar um heiminn dagana fyrir og eftir 14. febrúar. UN Women og á Íslandi og Sónar Reykjavík standa fyrir samkomunni hér á landi en tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík stendur yfir í Hörpu um þessar mundir.


Mćtingin hefur veriđ frábćr undanfarin ár.
Mćtingin hefur veriđ frábćr undanfarin ár. MYND/HÖRĐUR ÁSBJÖRNSSON

Bein útsending á Vísi
Bein útsending verður frá samkomunni á Vísi þ.a. þeir sem eiga ekki heimangengt geta stillt græjurnar í botn, hvort sem er í vinnunni eða heima hjá sér, og dansað málstaðnum göfuga til stuðnings. Í Hörpu mun DJ Margeir halda dansgólfinu heitu en auk þess verða óvænt atriði. Ókeypis verður í bílastæðahús Hörpu en ástæða er til að hvetja fólk til að sameinast í bíla enda von á nokkrum þúsund karla og kvenna í dansveisluna.

Það er þó ekki bara í Reykjavík þar sem landsmenn og gestir koma saman. Einnig verður dansað í Listasafninu Ketilhús á Akureyri, Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði, félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni Reykjanesbæ, íþróttahúsinu Neskaupstað og í Nýheimum Höfn í Hornafirði.

Fólk er hvatt til að mæta með Fokk Ofbeldi húfurnar sínar og gefa ofbeldi fingurinn, taka myndir og dreifa undir merkinu #FokkOfbeldi og #milljardurris16. Dansinn byrjar að duna klukkan 11:45.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Gefa ofbeldi gegn konum fingurinn úti um allt land
Fara efst