Lífið

Gefa íslenskum brjóstum einkunnir á sérstakri vefsíðu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sama dag og íslenskar stelpur og konur héldu upp á Free the Nipple-daginn var byrjað að safna myndunum saman á Deildu.net.
Sama dag og íslenskar stelpur og konur héldu upp á Free the Nipple-daginn var byrjað að safna myndunum saman á Deildu.net. Vísir/Getty
Myndum úr íslensku brjóstabyltingunni hefur nú verið safnað saman á vefsíðunni ratethenipple.com.

Þar eru myndirnar birtar, ásamt notendanafni þeirra sem birtu þær upphaflega, og hægt er að gefa brjóstunum einkunnir á skalanum 1-10.

Þá er einnig birtur topplisti á síðunni yfir þær myndir sem hlotið hafa hæstu einkunnirnar.

Sama dag og íslenskar stelpur og konur héldu upp á Free the Nipple-daginn var byrjað að safna myndunum saman á Deildu.net. Er þetta því í annað skiptið sem brjóstamyndum íslenskra kvenna er safnað saman með annan tilgang í huga en upphaflega var ætlað, en markmið Free the Nipple-dagsins var meðal annars að segja hefndarklámi stríð á hendur.

Rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem frætt hefur börn, unglinga og foreldra um hefndarklám, sagði í samtali við Vísi á föstudaginn að það væri á ábyrgð allra í samfélaginu að Free the Nipple-átakið snerist ekki upp í andhverfu sína.

„Ef einhverjir skemmdarvargar misnota þessar myndir og dreifa þeim yfir á vefsíður sem einkennast af drusluskömmun og kvenfyrirlitningu, þá er okkar ábyrgð að leyfa þeim ekki að snúa átakinu upp í andhverfu sína. Við þurfum að hafna þeirri hugmynd að nekt sé niðurlægjandi eða auðmýkjandi fyrirbæri sem nota má gegn annarri manneskju.“


Tengdar fréttir

Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með

Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum.

Brjóstamyndirnar komnar á Deildu

Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×