Erlent

Gefa ekki upp vonina um að finna fólk á lífi í hótelinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndir frá slysstað.
Myndir frá slysstað. Vísir/EPA
Fjölmennt björgunarlið leitar nú þeirra 25 sem saknað er í rústum hótels nærri fjallinu Gran Sasso í Abruzzo-héraði á Ítalíu. Minnst tveir eru látnir eftir að snjóflóð féll á hótelið á miðvikudaginn.

Alls voru 22 hótelgestir og sjö starfsmenn á Rigopiano-hótelinu í bænum Farindola þegar snjóflóðið varð. Svo virðist sem að þak hótelsins hafi hrunið. Nú þegar er búið að finna tvo lík en aðstæður eru afar erfiðar á slysstað.

Björgunarliðið hefur ekki gefið upp vonina um að enn sé hægt að finna hótelgesti eða starfsfólk hótelsins á lífi en í frétt BBC segir að ekkert lífsmark hafi fundist í rústunum.

Gríðarlegt fannfergi hefur verið á Ítalíu undanfarna daga en í fyrstu var einungis hægt að komast að slysstaðnum á skíðum eftir að vegir lokuðust. Stór hluti hótelsins er á kafi í snjó en svo virðist sem að hótelið hafi færst til um nærri tíu metra í flóðinu.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×