Handbolti

Gaupi í HM-kvöldi: Þetta er til skammar | Ósáttur með umræðuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður, Gaupi og Kristján Ara í HM-kvöldinu.
Hörður, Gaupi og Kristján Ara í HM-kvöldinu. vísir/pjetur
Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason voru gestir Harðar Magnússonar í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem þeir fóru yfir sigur Íslands á Egyptalandi.

Íslenska liðið reif sig upp eftir útreiðina gegn Tékkum og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með þriggja marka sigri á Egyptum sem voru þegar búnir að tryggja sig áfram.

Sumir gerðu að því skóna að Egyptar hefðu ekki gefið sig alla í leikinn til að sleppa því að mæta Dönum í 16-liða úrslitum og Spánverjum í 8-liða úrslitum ef til þess kæmi.

Gaupi blés á allt slíkt tal í þætti kvöldsins.

„Auðvitað geta menn sagt að Egyptar byrjuðu ekki með sitt sterkasta lið en þeir Mohamed og Elahmar, sem er einn besti leikmaður keppninnar, hafa ekki byrjað inn á í öllum leikjum Egypta.

„Eini leikmaðurinn sem byrjaði ekki hjá Egyptum, sem hefði venjulega byrjað, var markvörðurinn (Karim Handawy).

„En það er eðlilegt að menn séu að hvíla og kannski má segja að þeir hafi ekki náð sér upp á tærnar, verandi öruggir áfram í 16-liða úrslitin,“ sagði Gaupi og bætti við að með þessu væri verið að tala niður til íslenska liðsins.

„Það er alltaf leiðinlegt þegar við sjáum á samfélagsmiðlum og jafnvel víðar að menn eru að tala þetta niður og segja að Egyptarnir hafi verið að leika sér að því að tapa.

„Mér finnst verið að tala niður til leikmanna íslenska landsliðsins í handbolta. Þetta eru strákar sem hafa náð frábærum árangri og þetta eru oft menn úr öðrum íþróttagreinum sem gera svona hluti. Þetta er til skammar.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum.

Eru Egyptar að tapa viljandi?

Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar.

Snorri Steinn: Getum strítt bæði Dönum og Pólverjum

"Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.

Arnór Atlason: Einum leik frá átta liða úrslitum

„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

Vignir: Þetta var fínt ekki frábært

„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×