Innlent

Gasmengun víða á vestanverðu landinu í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Vænta má gasmengunar á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Vænta má gasmengunar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Egill
Spáð er vaxandi austanátt og því býst Veðurstofan við gasmengun frá gosinu í Holuhrauni víða á vestanverðu landinu, eða allt frá Reykjanesskaga í suðri til Barðastrandar og Húnaflóa í norðri.

Þar með má vænta mengunar á höfuðborgarsvæðinu. Loftgæði voru með ágætum á öllum föstu mælistöðvunum í morgun, nema hvað upplýsingar vantar úr Mývatnssveit og Kelduhverfi.

Nokkur mengun mældist í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu í gær og fór hún hæst í 15 hundruð míkrógrömm á rúmmetra, eða liðlega tvöfalt yfir lægsta hættustig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×