Íslenski boltinn

Gary Martin vill fá Bjarna Guðjónsson sem þjálfara KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin, framherji KR, vill sjá sinn gamla fyrirliða BjarnaGuðjónsson sem næsta þjálfara KR og Brynjar Björn Gunnarsson honum til aðstoðar.

Rúnar Kristinsson er líklega á leið í atvinnumennsku til Noregs þar sem hann mun taka við Lilleström í úrvalsdeildinni þar í landi. Rúnar hefur viðræður við norska liðið í vikunni.

Bjarni Guðjónsson er hættur störfum hjá Fram og hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá KR, en hann er í miklu metum þar eftir sex ára dvöl í Vesturbænum.

„Ef Rúnar fer og Pétur með honum þá vil ég sjá Bjarna sem þjálfara KR og Brynjar sem aðstoðarmann hans. Eiður Smári kemur svo sem leikmaður,“ skrifaði Gary Martin á Twitter.

Hann tjáði sig um leikmannamál félagsins í síðustu viku, en þá bauð hann Finn Orra Margeirsson, fyrirliða Breiðabliks, velkominn í Vesturbæinn, færi svo að KR næði samninum við hann.

Finnur Orri verður samninglaus hjá Blikum um mánaðarmótin og átti í viðræðum við FH í dag eins og Vísir greindi frá. KR-ingar hafa einnig áhuga á miðjumanninum.

mynd/twitter
mynd/twitter

Tengdar fréttir

Bjarni hættur hjá Fram

Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×