Íslenski boltinn

Gary Martin lánaður til Lilleström?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin er búinn að skora fimm mörk fyrir Víkinga.
Gary Martin er búinn að skora fimm mörk fyrir Víkinga. vísir/eyþór
Gary Martin framherji Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta gæti verið á leið til Lilleström í Noregi á láni út leiktíðina.

Hjörvar Hafliðason, fótboltasérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, segir á Twitter-síðu sinni að hann hafi heyrt af því að Gary fari á láni til norska liðsins eftir leik Víkings gegn KR í Víkinni í kvöld.

Sjá einnig:Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni

Tólftu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR þar sem Gary Martin mætir sínum gömlu félögum öðru sinni en í fyrstu umferðinni skildu liðin jöfn.

Samkvæmt heimildum Vísis stendur mögulega til að Gary fari og æfi með norska liðinu sem Rúnar Kristinsson þjálfar en Rúnar þjálfaði enska framherjann hjá KR þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman í tvígang.

Gary Martin kom til Víkings frá KR síðasta haust en hann er markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann skoraði í síðustu umferð gegn Þrótti og lagði upp annað fyrir Óttar Magnús Karlsson í 2-0 sigri Fossvogsliðsins.

Gary hefur spilað 135 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og bikar og skorað 69 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×