ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 22:45

Ólafía Ţórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir

SPORT

Gary Martin kom ađ öllum fjórum mörkum Víkings í fyrsta leiknum

 
Íslenski boltinn
20:14 21. FEBRÚAR 2016
Gary Martin í Víkingsbúningnum í Egilshöll í kvöld.
Gary Martin í Víkingsbúningnum í Egilshöll í kvöld. VÍSIR/STEFÁN

Það tók Gary Martin ekki nema hálftíma að skora sitt fyrsta mark fyrir Víking, en hann lagði upp tvö, kom við sögu í öðru marki og skoraði einnig í 4-2 sigri Víkinga á Haukum í Lengjubikarnum í kvöld.

Víkingsliðið réð lögum og lofum fyrsta klukkutímann og komst yfir á elleftu mínútu þegar Viktor Jónsson skoraði. Hann fylgdi eftir skoti Gary Martin í varnarmann Haukaliðsins.

Eftir að koma að fyrsta markinu lagði Gary Martin upp annað mark Víkings, en hann átti þá fyrirgjöf á Davíð Örn Atlason sem kom knettinum í netið, 2-0, á 27. mínútu.

Þremur mínútum síðar skoraði Gary svo sitt fyrsta mark fyrir Víking, en hann var keyptur til Fossvogsliðsins á mánudagskvöldið. Enski markahrókurinn stangaði hornspyrnu Ívars Arnar Jónssonar í netið á 30. mínútu.

Gary og Viktor Jónsson spiluðu saman í framlínu Víkingsliðsins í kvöld og á 53. mínútu komst sá enski í gott færi en renndi boltanum á Viktor sem skoraði fjórða markið, 4-0.

Haukar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu með tveimur mörkum á skömmum tíma. Sigurgeir Jónasson skoraði fallegt mark á 74. mínútu og Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 4-2 á 75. mínútu. Nær komust Haukarnir ekki.

Víkingar eru á toppi riðils þrjú í Lengjubikarnum með sex stig eftir sigra á 1. deildar liðum HK og Hauka, en Haukarnir eru með eitt stig eftir jafntefli við KR í fyrsta leik.

Markaskorarar fengnir frá fótbolti.net.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Gary Martin kom ađ öllum fjórum mörkum Víkings í fyrsta leiknum
Fara efst