Fótbolti

Gary Martin bjargaði stigi fyrir Lilleström í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary í leik með Víkingi.
Gary í leik með Víkingi. vísir/eyþór
Gary Martin bjargaði stigi fyrir Lilleström með sínu fyrsta marki í norsku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Lilleström 1-1 jafntefli gegn Haugesund.

David Myrestam kom Haugesund yfir á 40. mínútu eftir undirbúning Haris Hajradinovic, en Gary jafnaði í uppbótartíma með skallamarki.

Gary byrjaði á bekknum hjá Lilleström, en kom iná sem varamaður á 62. mínútu. Haraldur Björnsson sat allan tímann á bekk Lilleström.

Hann gekk í raðir Lilleström á láni á dögunu frá Víking Reykjavík, en þetta er hans fyrsta mark fyrir félagið.

Rúnar Kristinsson þjálfar lið Lilleström og Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðstoðarþjálfari liðsins.

Lilleström er í 11. sæti með 22 stig, þremur stigum frá fallsæti, en Haugesund er í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×