Íslenski boltinn

Gary Martin: Kannski var ég ekki skemmda eplið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin, leikmaður Víkinga og fyrrum leikmaður KR, notaði tækifærið eftir fjórða tap KR í fimm leikjum, til að skjóta á sína gömlu félaga.

KR tapaði í kvöld 3-1 á móti Fjölni í Pepsi-deildinni en þetta var annað tap liðsins í röð í Pepsi-deildinni og fjórða tap KR í fimm leikjum í deild og bikar.

Gary Martin skellti sér inn á Twitter eftir leikinn og skrifaði: „Maybe I wasn't the rotten apple" eða „Kannski var ég ekki skemmda eplið."

Það gekk á ýmsu í samstarfi Gary Martin og Bjarna Guðjónssonar, þjálfara KR, síðasta sumar og endanum yfirgaf Martin KR og gekk til liðs við Víkinga.

Framherjar KR-liðsins hafa verið heillum horfnir í sumar og þeir Morten Beck Andersen og Hólmbert Aron Friðjónsson eiga báðir eftir að skora eftir átta fyrstu leiki liðsins.

Gary Martin skoraði 35 mörk í 69 leikjum á fjórum tímabilum með KR í Pepsi-deildinni en hefur skorað 1 mark í 7 leikjum með Víkingi í Pepsi-deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×