Íslenski boltinn

Gary Martin: Frábært að taka þrjú stig á erfiðasta útivelli landsins

Anton Ingi Leifsson í Vestmannaeyjum skrifar
Gary Martin var létt eftir fyrsta mark sitt í Víkingstreyjunni í Pepsi-deildinni.
Gary Martin var létt eftir fyrsta mark sitt í Víkingstreyjunni í Pepsi-deildinni. vísir/stefán
„Það er frábært að koma hingað og taka þrjú stig. Mér hefur alltaf þótt þetta einn erfiðasti útivöllur landsins,“ sagði Gary Martin, framherji Víkings, sáttur að leikslokum í kvöld.

„Þetta er erfitt vígi til að koma að sækja stig og ég er virkilega stoltur af því hvernig liðið spilaði í kvöld.“

Þetta var fyrsti sigur Víkings á tímabilinu í fimmtu umferð.

„Það voru uppi gagnrýnisraddir eftir frammistöðuna okkar gegn toppliðunum en vonandi getum við byggt á þessari frammistöðu.“

Gary klúðraði vítaspyrnu í dag en svaraði fyrir það með marki og stoðsendingu, hans fyrsta í Pepsi-deildinni í Víkings-treyjunni.

„Ég sýndi styrk með því að skora þrátt fyrir að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum. Það er mikill léttir að skora fyrsta markið mitt, það er alltaf erfiðast að skora fyrsta markið. Ég var heppinn hjá KR þar sem ég skoraði í fyrsta leik,“ sagði Gary og hélt áfram:

„Ég get vonandi haldið áfram á þessari braut og þakkað forráðamönnum liðsins fyrir traustið sem þeir sýndu mér þegar þeir ákváðu að bæta mér við liðið,“ sagði Gary auðmjúkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×