Enski boltinn

Gary Lineker verður á nærbuxunum í haust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Lineker horfði á leikinn með sonum sínum í gær.
Gary Lineker horfði á leikinn með sonum sínum í gær. Mynd/Instagram
Gary Lineker, fyrrum sókanrmaður enska landsliðsins og þáttastjórnandi Match of the Day á BBC, hét því í desember að hann myndi stýra fyrsta þætti næsta keppnistímabils á nærbuxunum ef Leicester yrði enskur meistari.

Hann var tekinn í spjall á BBC eftir að liðið tryggði sér meistaratitilinn í gær og þar játaði hann að líklega yrði hann að standa við stóru orðin og hugsa betur um framkvæmdina.

Lineker hefur stutt Leicester síðan í æsku og öll hans fjölskylda styður félagið. Hann lék sjálfur með því í sjö ár og skoraði þá 95 mörk í 194 leikjum.

„Ég held að þetta sé óvæntasti sigur liðs í sögu íþróttanna. Mér dettur bara ekkert annað í hug,“ sagði Lineker um afrekið.

Til samanburðar má nefna að í upphafi leiktíðar þótti samkvæmt veðbönkum í Englandi líklegra að forsætisráðherrann David Cameron yrði knattspyrnustjóri Aston Villa og að Simon Cowell yrði forsætisráðherra Bretlands.


Tengdar fréttir

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.

Morgan: Mér hefur aldrei liðið svona vel

Wes Morgan, fyrirliði Leicester, fagnaði með félögum sínum heima í stofu í kvöld og verður að fagna eitthvað fram eftir nóttu þar sem Leicester er orðið Englandsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×