Íslenski boltinn

Garner með pinna frá hné að ökkla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matt Garner var í dag útskrifaður af Landspítalanum eftir slæmt fótbrot í leik með ÍBV í Pepsi-deild karla í gær.

Garner brotnaði illa en sköflungurinn á vinstri fæti fór í sundur. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir leik og gekkst undir aðgerð í gær.

Bjartey Hermannsdóttir, eiginkona hennar, segir í samtali við Eyjafréttir í kvöld að aðgerðin hafi heppnast vel.

„Hann er með pinna frá hné niður á ökkla og má alls ekki tylla löppinni niður í sex vikur. Hann verður svo skoðaður eftir þann tíma og tékkað á stöðunni,“ sagði hún.

ÍBV tapaði fyrir Keflavík, 2-0, í umræddum leik en Garner á meira en 200 leiki að baki með ÍBV undanfarinn áratug.


Tengdar fréttir

Sköflungurinn brotnaði á Garner

Matt Garner, bakvörður ÍBV, spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa orðið fyrir hræðilegum meiðslum í leik ÍBV og Keflavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×