Innlent

Garðfuglaskoðun hefst í dag

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
Myndina tók Örn Óskarsson í garðinum sínum. Hún er fengin af vef Fuglaverndar.
Myndina tók Örn Óskarsson í garðinum sínum. Hún er fengin af vef Fuglaverndar.
Í dag hefst árviss garðfuglaskoðun Fuglaverndar þar sem landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum sínum.

Markmiðið er að afla upplýsinga um tegundir sem eru til staðar í görðum landsmanna og fjölda innan tegunda, en einnig er verkefninu ætlað að vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra.

„Þetta eru þá fuglarnir sem eru í garðinum, ekki þeir sem fljúga yfir. Fuglar sem eru að nýta sér garðinn á einhvern máta, koma í fuglafóður eða taka æti í garðinum," segir Ólafur Einarsson fuglafræðingur sem sér um verkefnið. Þátttakendur skrá hjá sér vikulega hámarkstölu hverrar tegundar og senda upplýsingarnar inn rafrænt.

„En er ekkert erfitt að sjá hvaða tegundir þetta eru? Flestir sem eru í þessu eru vanir fuglaskoðarar þannig að þeir vita hvaða fuglar þetta eru sem birtast í garðinum. Svo þeir sem eru ekki alveg jafn vanir en hafa áhuga á fuglunum eiga gjarnan fuglabók og fletta þá upp í henni og greina eftir myndum."

Fuglakönnunin er ekki ný af nálinni þar sem hún hefur farið fram árlega frá árinu 1994.

Könnunin stendur yfir þar til í lok apríl á næsta ári og tekur þar með farfugla sem koma til landsins.

„Þetta er mjög gefandi og náttúrulega verkefni og áhugamál fyrir alla fjölskylduna," segir Ólafur að lokum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×