MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Garde farinn frá Aston Villa

 
Enski boltinn
08:15 30. MARS 2016
Garde ţarf ađ leita sér ađ nýju starfi.
Garde ţarf ađ leita sér ađ nýju starfi. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Rémi Garde er hættur sem knattspyrnustjóri Aston Villa eftir aðeins fimm mánuði í starfi.

Garde tók við liðinu af Tim Sheerwood í byrjun nóvember en Frakkanum mistókst að snúa gengi þess við.

Villa vann aðeins þrjá leiki af 23 undir stjórn Garde og er rótfast við botn ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig, 12 stigum frá öruggu sæti.

Eric Black mun stýra Villa í þeim sjö leikjum sem liðið á eftir í úrvalsdeildinni.

Samkvæmt veðbönkum þykir Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester City, líklegastur til að taka við Villa-liðinu. Næstur á eftir honum kemur David Moyes sem hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp hjá Real Sociedad í nóvember.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Garde farinn frá Aston Villa
Fara efst