Innlent

Garðabær vill auka öryggi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í erindi frá íbúum á Álftanesi um uppsetningu öryggismyndavéla við aðkomuleiðir í bæinn og eftir atvikum á fleiri stöðum.

Gunnari Einarssyni bæjarstjóra var á fundi bæjarráðsins falið að ræða málið við lögregluyfirvöld og embætti forseta Íslands. Kanna á möguleika á uppsetningu myndavélanna og bæjarstjórinn á síðan að taka saman minnisblað um málið. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×