Viðskipti innlent

Garðabær skilar afgangi umfram áætlun

ingvar haraldsson skrifar
Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 2,2% í fyrra.
Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 2,2% í fyrra. vísir/sigurjón ólason
Rekstrarniðurstaða Garðabæjar er jákvæð um 482 milljónir króna árið 2014 en áætlun gerði ráð fyrir 159 milljón króna rekstrarafgangi.

Í tilkynningu er þessi niðurstaða sögð stafa af því að tekjur séu hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Það skýrist m.a. af fjölgun íbúa umfram spár og lægri fjármagnsgjalda vegna lágrar verðbólgu.

Rekstrartekjur ársins námu 10.724 milljónum króna. og rekstrargjöld með fjármagnsliðum voru 10.242 milljónum króna. Álagningarhlutfall útsvars er  13,7%.

Stærsti liðurinn í rekstri bæjarins er laun og launatengd gjöld sem námu 5.239 milljónum króna.

Framkvæmdir síðasta árs námu samtals 1.573 milljónum króna. Stærstu framkvæmdir ársins voru bygging bílatæðakjallara á Garðatorgi fyrir um milljónir., framkvæmdir við stækkun Hofsstaðaskóla og endurbætur í grunn- og leikskólum bæjarins fyrir tæpar 300 milljónir.  Þá námu framkvæmdir við gatnagerð um 420 milljónum króna.

Eignir nema samtals 21.551 milljónum króna árið 2014 og hafa hækkað um 989 milljónir króna milli ára. Veltufé frá rekstri er 1.393 milljónir króna en var 1.576 milljónir króna. árið 2013.

Íbúar Garðabæjar voru 14.450 þann 1. desember 2014 samanborið við 14.137 árið áður sem gerir íbúafjölgun um 2,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×