Golf

Garcia sigraði á Byron Nelson eftir bráðabana

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Garcia fagnar á hringnum í dag.
Garcia fagnar á hringnum í dag. Vísir/Getty
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia bar sigur úr býtum á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi í dag en grípa þurfti til bráðabana til að finna sigurvegarann í Texas.

Er þetta níundi PGA-titill Garcia á ferlinum en taugar hans reyndust sterkari á lokasprettinum og dugði honum par á fyrstu holu bráðabanans til að tryggja sér sigur.

Spænski kylfingurinn var þremur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokadaginn en Garcia kom í hús á lokadegi mótsins á tveimur höggum undir pari og alls 15 höggum undir pari.

Koepka náði ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir sigrinum á átjándu holu og þurfti því bráðabana til að skera út um hver tæki bikarinn heim.

Koepka náði sér aldrei á strik þar og eftir tvípútt lék hann síðustu holuna á tvöföldum skolla. Var því eftirleikurinn auðveldur fyrir Garcia sem setti niður stutt pútt fyrir sigrinum.

Jordan Spieth náði sér ekki á strik á lokadeginum en Spieth lauk leik í 18. sæti eftir að hafa aðeins náð tveimur fuglum og sex skollum á lokahringnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×