Innlent

Ganga á strax til samninga

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Skólastjórafélag Íslands segir laun grunnskólakennara óásættanleg.
Skólastjórafélag Íslands segir laun grunnskólakennara óásættanleg. Vísir/Daníel
Í ályktun stjórnar Skólastjórafélags Íslands kemur fram áskorun til Sambands íslenskra sveitarfélaga um að ganga strax til samninga við grunnskólakennara.

Félagið segir óumdeilanlegt að laun kennara hafi dregist aftur úr sambærilegum stéttum og séu nú óásættanleg með öllu. Þrátt fyrir þessa staðreynd neiti sveitarfélög að koma á fót nauðsynlegum leiðréttingum á launakjörum stéttarinnar.

Kjaraviðræður hafa nú staðið yfir í rúm tvö ár. Kennarar neyðist nú til að undirbúa aðgerðir til að sækja sjálfsagðar leiðréttingar á launakjörum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×