Íslenski boltinn

Gamla markið: Fyrsta mark Gumma Ben fyrir Valsliðið | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gamla markið var á sínum stað í Teignum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Að þessu sinni leitaði tölvan meira en tólf ár aftur í tímann og valdi mark með þáttarstjórnandanum Guðmundi Benediktssyni.

Gamla markið skoraði Gummi Ben í 3-1 sigri Vals á Grindavík árið 2005. Gummi fékk þá stoðsendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni á 21. mínútu leiksins og skoraði sitt fyrsta deildarmark í búningi Vals.

Markið kom í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar 2005 en Sigurbjörn Hreiðarsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, hafði áður komið Val í 1-0 átta mínútum fyrr. Bjarni Ólafur skoraði síðan þriðja markið.

Bjarni Ólafur Eiríksson er einmitt enn að spila með Valsliðinu og næst á dagskrá hjá honum og liðsfélögunum er einmitt leikur á móti Grindavík á mánudagskvöldið.

Gamla markið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×