Erlent

Gambía ákveður að segja skilið við Alþjóðasakamáladómstólinn

Atli Ísleifsson skrifar
Al Hadji Yahya Jammeh, forseti Gambíu.
Al Hadji Yahya Jammeh, forseti Gambíu. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Gambíu hafa ákveðið að segja skilið við Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag. Saka þau dómstólinn um að draga einungis Afríkumenn fyrir réttinn.

Sheriff Bojangi, upplýsingamálaráðherra Gambíu, greindi frá þessu í ávarpi sem sýnt var í ríkisfjölmiðli landsins í gær.

Tilkynning gambískra stjórnvalda kemur einungis nokkrum dögum eftir að stjórnvöld í Suður-Afríku greindu frá því að þau hugðust yfirgefa dómstólinn.

Stjórnvöld í Búrúndí hafa einnig sagt að landið muni yfirgefa dómstólinn. Þá segjast stjórnvöld í Kenía einnig vera að íhuga slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×