Innlent

Gámarnir líklegast teknir í notkun eftir mánuð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls verða 18 gámar settir upp til að rýma fyrir klínískri starfsemi á spítalanum.
Alls verða 18 gámar settir upp til að rýma fyrir klínískri starfsemi á spítalanum. Mynd/Ingólfur Þórisson
Byrjað var í dag að setja upp 18 gáma á lóð Landspítalans við Hringbraut en þar verða skrifstofur lækna og ýmissa annarra strfsmanna.

Gámarnir eru settir upp til að leysa húsnæðisvanda spítalans en að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, verður þar rými fyrir 40-45 starfsmenn.

„Það er í raun verið að nota gámana til að rýma fyrir klínískri starfsemi. Við náum að bæta við 10 legurúmum og auka aðstöðuna á göngudeild,“ segir Ingólfur.

Hann gerir ráð fyrir að allir gámarnir verði komnir upp fyrir helgi en þá á eftir að tengja þá og ganga frá ýmsu. Ingólfur segir að þeir verði að öllum líkindum teknir í notkun um miðjan janúar. Kostnaðurinn við þá er 120 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×