Fótbolti

Gamall KR-ingur örlagavaldur fyrir Íslendingalið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sören Frederiksen í leik með KR.
Sören Frederiksen í leik með KR. vísir/luke duffy
Íslendingaliðið AGF var í kvöld aðeins tveimur mínútum frá mikilvægum útisigri í botnbaráttuslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Viborg og AGF gerðu þá 1-1 jafntefli í lokaleik 23. umferðar deildarinnar en AGF er þar með áfram í 11. sæti en Viborg-liðið situr á botni deildarinnar.

AGF var yfir í 67 mínútur í leiknum en gamli KR-ingurinn Sören Frederiksen skoraði jöfnunarmarkið á 88. mínútu leiksins.

Sören Frederiksen skoraði 4 mörk í 19 leikjum með KR í Pepsi-deildinni sumarið 2015.

Björn Daníel Sverrisson lék allan leikinn með AGF og Theódór Elmar Bjarnason kom inná sem varamaður á 69. mínútu.

Ástralinn Mustafa Amini kom AGF yfir á 21. mínútu og það leit út fyrir að það yrði sigurmarkið í leiknum þegar heimamenn í Viborg tókst að jafna metin rétt fyrir leikslok.

Fyrr um daginn gerðu Lyngby og Esbjerg markalaust jafntefli. Hallgrímur Jónasson var allan tímann á bekknum hjá Lyngby en Guðlagur Victor Pálsson spilaði allan leikinn með liði Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×