Golf

Gallalaus Spieth leiðir með fjórum höggum á Hawaii

Það var stuð hjá Spieth á öðrum hring í nótt.
Það var stuð hjá Spieth á öðrum hring í nótt. Getty
Jordan Spieth hefur leikið hreint út sagt ótrúlegt golf á móti meistarana sem fram fer á Hawaii en eftir tvo hringi á Plantation vellinum er hann á 16 höggum undir pari.

Spieth lék hring númer tvö í gær á 64 höggum eða níu undir pari og á fjögur högg á næstu menn sem eru Kevin Kisner, Fabian Gomez og Patrick Reed sem á titil að verja.

Skor keppenda hefur verið mjög gott hingað til og eru allir nema þrír neðstu undir pari en á móti meistarana fá aðeins kylfingar þátttökurétt sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári.

Spieth, sem hefur enn ekki fengið skolla í mótinu hingað til, sigraði á fimm mótum í fyrra og er í efsta sæti heimslistans í golfi en hann er greinilega staðráðin í að halda áfram að drottna yfir golfheiminum á nýju ári.

Það verður spennandi að sjá hvort að einhver á séns í hann um helgina en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×