LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 15:15

Í beinni: Akureyri - Fram | Lífsbaráttuslagur á Akureyri

SPORT

Gallalaus Spieth leiđir međ fjórum höggum á Hawaii

 
Golf
12:30 09. JANÚAR 2016
Ţađ var stuđ hjá Spieth á öđrum hring í nótt.
Ţađ var stuđ hjá Spieth á öđrum hring í nótt. GETTY

Jordan Spieth hefur leikið hreint út sagt ótrúlegt golf á móti meistarana sem fram fer á Hawaii en eftir tvo hringi á Plantation vellinum er hann á 16 höggum undir pari.

Spieth lék hring númer tvö í gær á 64 höggum eða níu undir pari og á fjögur högg á næstu menn sem eru Kevin Kisner, Fabian Gomez og Patrick Reed sem á titil að verja.

Skor keppenda hefur verið mjög gott hingað til og eru allir nema þrír neðstu undir pari en á móti meistarana fá aðeins kylfingar þátttökurétt sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári.

Spieth, sem hefur enn ekki fengið skolla í mótinu hingað til, sigraði á fimm mótum í fyrra og er í efsta sæti heimslistans í golfi en hann er greinilega staðráðin í að halda áfram að drottna yfir golfheiminum á nýju ári.

Það verður spennandi að sjá hvort að einhver á séns í hann um helgina en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Gallalaus Spieth leiđir međ fjórum höggum á Hawaii
Fara efst