Lífið

Gáleysileg notkun snjallsíma í umferðinni dauðans alvara

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslendingar tóku ef til vill eftir því í dag að nokkrir aðilar sem eru vinsælir á Snapchat lentu í umferðarslysum. Þau Berglind Festival, Emmsjé Gauti, Margrét Erla Maack og Snorri Björnsson gengu til liðs við Símann og Samgöngustofu og lögðu átakinu #HöldumFókus lið.

Þau snöppuðu í umferðinni sem endaði þó nokkuð illa fyrir þau öll. Auðvitað voru slysin þó sviðsett. Herferðin #HöldumFókus miðar að því að vekja athygli á hættunni sem stafar af gáleysilegri notkun snjallsíma á meðan akstri stendur. Að það sé bókstaflega dauðans alvara.

Verkefnið var unnið af Tjarnargatan. Tengt átakinu þá fer ný heimasíða Holdumfokus.is svo í loftið í hádeginu á morgun.

Myndböndin öll má sjá hér að neðan.

Emmsjé Gauti Berglind Festival Snorri Björnsson Margrét Erla Maack





Fleiri fréttir

Sjá meira


×