Innlent

Gagnrýndi Sigmund fyrir að láta gæsluna skutla sér í mat

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigmundi var skutlað í mat á sveitahóteli eftir útsýnisflug yfir gosstöðvarnar.
Sigmundi var skutlað í mat á sveitahóteli eftir útsýnisflug yfir gosstöðvarnar. Vísir / Daníel
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á þingi í morgun fyrir að láta landhelgisgæsluna skutla sér í mat á sveitahóteli eftir útsýnisflug hans yfir gosstöðvar Holuhraunselda.

Lilja Rafney gagnrýndi Sigmund á þingi í morgun.Vísir / GVA
„Mér finnst það ekki við hæfi þegar landhelgisgæslan getur ekki sinnt sínu starfi vegna fjárskorts,“ sagði hún á þingfundi í morgun.

Vísaði hún einnig til ummæla Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þættinum Vikulokin á Rás 1 þar sem hann sagði að fjárhagsstaða landhelgisgæslunnar vera á hættumörkum.

„Landhelgisgæslan er með viðvarandi aðhaldskröfu á sínum rekstri og það hlýtur að vera á ábyrgð fjármálaráðherra að tryggja gæslunni fjármagn til rekstur,“ sagði hún og bætti við að 95 milljóna aðhaldskrafa væri ekki náttúrulögmál.

Uppfært klukkan 15:53

Í samtali við Vísi hafnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, því að Sigmundur hafi látið gæsluna skutla sér líkt og Lilja Rafney segir. 

Hann segir að engar beiðnir hafi komið frá ráðuneytinu um flugið og að allar ákvarðanir varðandi það hafi verið teknar af landhelgisgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×