Innlent

Gagnrýndi hugmyndir Pírata um borgaralaun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra hlakkar til samstarfs við nýjan formann Viðskiptaráðs.
Forsætisráðherra hlakkar til samstarfs við nýjan formann Viðskiptaráðs. vísir/vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi harðlega hugmyndir Pírata um borgaralaun á Viðskiptaþingi í gær.

Sagði Sigmundur að víða væri það svo að því minna innihald sem væri í boðskapnum þeim mun minni væri gagnrýnin á hann.

„Hér kynnir stjórnmálahreyfing sem nýtur mikils stuðnings tillögu um að ríkið greiði öllum landsmönnum mánaðarlega laun, ja, að minnsta kosti 300 þúsund krónur, skilst mér, fyrir það eitt að vera Íslendingur. Óháð stöðu og öðrum tekjum,“ sagði Sigmundur Davíð og leyndi ekki hneykslun sinni. „Ég hef ekki orðið var við að neinn hafi haft fyrir því að reikna út að það myndi fela í sér útgjöld upp á um 100 milljarða á mánuði.“

Benti Sigmundur Davíð á að þetta væri álíka mikið og árlegur kostnaður við almannatryggingakerfið, lífeyrinn og örorkubæturnar.

Tímamót urðu í gær er Katrín Olga Jóhannesdóttir tók við formennsku í Viðskiptaráði fyrst kvenna í 99 ára sögu ráðsins. Katrín tók við af Hreggviði Jónssyni.

Forsætisráðherra sagðist hlakka til að starfa með Katrínu Olgu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×