Innlent

Gagnrýna flutning Fiskistofu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Greinarhöfundarnir og fyrrum fiskistofustjórarnir, Árni Múli Jónasson og Þórður Ásgeirsson.
Greinarhöfundarnir og fyrrum fiskistofustjórarnir, Árni Múli Jónasson og Þórður Ásgeirsson.
Flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er vanhugsuð ákvörðun sem skaðar stofnunina og felur í sér alvarlegt brot á góðum stjórnsýsluháttum.

Þetta segja fyrrverandi fiskistofustjórarnir Þórður Ásgeirsson og Árni Múli Jónasson í grein í Fréttablaðinu í dag.

Vegna þess að nær allir starfsmenn Fiskistofu ætli ekki flytja til Akureyrar til þess að halda vinnu sinni tapist mikil þekking og reynsla.

„Vonandi er unnt að bæta það tjón sem orðið er ef strax er fallið frá flutningi Fiskistofu. Ella er ljóst að verið er að kasta hundruðum milljóna króna á glæ til þess eins að uppfylla fyrirheit sem engin stjórnsýsluleg eða fjárhagsleg rök eru fyrir,“ segir í greininni.


Tengdar fréttir

Opið bréf til alþingismanna

Þessa dagana eru fjármál og stjórnsýsla mjög til umræðu á Alþingi. Kröfur um góða og vandaða stjórnsýslu hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé fyrst og fremst varið til góðra verka í þágu almannahagsmuna er óumdeilt þótt ágreiningur sé um forgangsröðun og aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×