Lífið

Gagnaverin, skatturinn og náttúran

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Daði segir að hér séu engir valdapíramídar.
Daði segir að hér séu engir valdapíramídar. mynd/einkasafn
Nýleg grein á fréttamiðlinum Mother Nature Network, sem leggur mikla áherslu á umhverfismál, fjallar um sókn bandarískra kvikmyndagerðarmanna til Íslands. Þar segir að Ísland sé kjörinn tökustaður af ýmsum ástæðum. Ein af þeim sé skattaafslátturinn sem kvikmyndagerðarmenn fái.

„Við erum ekki stödd í einum af dýrustu kjörnum heims. Við getum boðið upp á gott verð ofan á skattaafsláttinn,“ segir Daði Einarsson í greininni, einn stofnenda framleiðslufyrirtækisins RVX. Hann segir að skrifræðið sé lítið hér og að hér séu engir valdapíramídar.

Einnig sé það endurnýtanlega orkan sem umhverfisþenkjandi kvikmyndagerðarmenn sækist í. „Ísland er án efa að þróa ímynd sína sem framsækinn og skapandi staður með hreina orku,“ segir Daði. Þá megi ekki gleyma gagnavinnslunni sem geri lífið töluvert auðveldara fyrir kvikmyndagerðarmenn á Íslandi og til dæmis gerði RVX samning við Verne Global sem rekur stórt gagnaver í Reykjanesbæ. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×