Innlent

Gáfu kaupmönnum strákústa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Til að auðvelda flutninginn fengu samtökin lánaðar þrjár bláar tunnur frá sorphirðu Reykjavíkurborgar og var þeim trillað niður Laugaveginn með glaðninginn.
Til að auðvelda flutninginn fengu samtökin lánaðar þrjár bláar tunnur frá sorphirðu Reykjavíkurborgar og var þeim trillað niður Laugaveginn með glaðninginn. mynd/reykjavíkurborg
Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg færðu í morgun kaupmönnum við Laugaveg strákústa að gjöf. Gefnir voru alls eitt hundrað kústar en þeir eru til þess fallnir að hvetja til vitundarvakningar um betri umgengni við Laugaveg. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar. 

Í bréfi sem fylgdi strákústunum voru kaupmennirnir hvattir til að sýna gott fordæmi í umhirðu borgarinnar. Það sé til mikils að vinna að fegra borgina og endurvekja gamla slagorðið „hrein torg – fögur borg“. Snyrtilegra umhverfi auki lífsgæði allra.

Til að auðvelda flutninginn fengu samtökin lánaðar þrjár bláar tunnur frá sorphirðu Reykjavíkurborgar og var þeim trillað niður Laugaveginn með glaðninginn.

Laugaveginn. Það voru þeir Gunnar Guðjónsson, gleraugnakaupmaður í Gleraugnamiðstöðinni og formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Björn Jón Bragason framkvæmdastjóri samtakanna sem afhentu kústana í morgun.

Björn Jón sagði frá þessum óvænta glaðningi í Bítinu á Bylgjunni í morgun en heyra má viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×