Lífið

Gaf eiginhandaráritun með bros á vör

Leikarinn Þorsteinn Bachmann hefur hlotið fádæma lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Vonarstræti. Hann átti þó ekki von á viðtökunum sem hann fékk þegar hann mætti á kvikmyndahátíðina í Lubeck, þar sem Vonarstræti var einmitt valin besta mynd hátíðarinnar.

Þegar Þorsteinn mætti beið hans fjöldi fólks með myndir af honum og bað um eiginhandaráritun. ,,Þetta voru bara allskonar myndir sem fólk var búið að finna af mér heima á Holtsgötunni, búið að prenta þær út og stækka,” segir Þorsteinn, sem kvittaði með bros á vör þó honum hafi liðið nokkuð kjánalega. ,,Mér leið bara eins og ég væri í falinni myndavél, hugsaði bara hvaða grín er þetta? Hvað ætlarðu að gera við þetta, hengja þetta upp á vegg?,” segir Þorsteinn hlæjandi.

Þorsteinn var í viðtali í Fókus á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld þar sem hann ræddi þetta meðal annars, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×