Sport

Gaf eftir milljarða til að gerast bóndi

Brown er hér á fullu í miðri uppskeru.
Brown er hér á fullu í miðri uppskeru. vísir/getty
Það er óhætt að segja að saga Jason Brown sé engri lík. Hann var leikmaður hjá NFL-liði St. Louis Rams, gekk vel, var með glæsilegan samning en sagði skilið við það allt saman til þess að gerast bóndi.

Hann kvaddi lið Rams og um leið samning upp á fjóran og hálfan milljarð króna. Hann keypti sér risaland og fór að rækta sætar kartöflur og gúrkur.

Það sem meira er þá hafði hann aldrei verið bóndi áður og hafði ekki hugmynd um hvernig það væri. Hann lærði það því bara á Youtube.

„Umboðsmaðurinn sagði við mig að ég væri að gera stærstu mistök lífs míns. Ég svaraði því til að það væri svo sannarlega ekki rétt hjá honum," sagði Brown.

Hann segir ákvörðun sína hafa verið innblásna af Guði. Hann vilji þjónusta Guð og aðstoða aðra. Það er hann heldur betur að gera.

Fyrsta uppskera hvers árs rennur alltaf til fátækra. Þar erum við að tala um rúm fjögur tonn af kartöflum enda Brown með risaland eins og áður sagði.

„Að sjá kartöflurnar koma upp úr jörðinni er það fallegasta sem ég sé," sagði Brown kátur.

Uppskeran hjá Brown er glæsileg.vísir/getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×