Erlent

Gætu þurft að fella þriðjung stærstu hreindýrahjarðar heims

Atli ísleifsson skrifar
Hjörðin telur í heild sinni um 700 þúsund dýr.
Hjörðin telur í heild sinni um 700 þúsund dýr. Vísir/Getty
Svo gæti farið að yfirvöld í Síberíu neyðist til að fella þriðjung stærstu hreindýrahjarðar í heiminum sökum ótta um að sjúkdómar á borð við miltisbrand breiðist út með hjörðinni. Nokkur slík tilfelli hafa fundist í dýrunum síðustu mánuði.

Um er að ræða 250 þúsund dýr sem þyrfti að fella á sléttum Síberíu nú á næstu vikum en hjörðin telur í heild sinni um 700 þúsund dýr.

Slík stærð hefur margvísleg vandræði í för með sér fyrir náttúruna, til að mynda ofbeit og því hefur hjörðin verið grisjuð árlega, en aldrei í viðlíka mæli og nú er lagt til að gert verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×