Lífið

Gætir þú lifað án snjallsíma í viku?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Símarnir voru læstir í sérstöku búri og fékk fólkið ekki að nálgast þá í viku.
Símarnir voru læstir í sérstöku búri og fékk fólkið ekki að nálgast þá í viku.
Fyrsti snjallsíminn var kynntur til sögunnar um aldamótin og á undanförnum árum hafa þeir nánast orðið að staðalbúnaði. Í óvísindalegri könnun sem gerð var erlendis kom í ljós að meðal Android notandinn aflæsir símanum sínum ríflega hundrað sinnum á dag.

Vefsíðan BuzzFeed fékk sex manneskjur til sín og athugaði hvaða áhrif það myndi hafa á þau að vera án snjallsímans síns í heila viku. Á meðan tilrauninni stóð tók fólk upp myndbönd og lýsti því hvernig því leið með aðskilnaðinn.

Hægt er að sjá upplifun fólksins hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×