Erlent

Gæti þurft að segja af sér

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Benjamín Netanjahú hefur verið forsætisráðherra Ísraels síðan 2009.
Benjamín Netanjahú hefur verið forsætisráðherra Ísraels síðan 2009. vísir/epa
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þarf að mæta til yfirheyrslu í dag vegna gruns um að hafa gerst brotlegur við lög með því að þiggja gjafir og greiða frá stjórnendum fyrirtækja.

Á mánudaginn var hann yfirheyrður í tvær klukkustundir, en þá mættu fulltrúar saksóknara heim til hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann sætir rannsókn vegna gruns um spillingu. Undan­farna tvo áratugi hefur hvert málið rekið annað, en jafnt stuðningsmenn hans sem andstæðingar telja líkur á því að í þetta sinn sleppi hann ekki með skrekkinn.

Verði hann ákærður þarf hann að segja af sér, eftir að hafa setið í tæp átta ár sem forsætisráðherra. Ekki er þó búist við ákvörðun um ákæru alveg á næstunni því rannsóknin gæti staðið yfir mánuðum saman. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×