Tíska og hönnun

Gæti JÖR slegið í gegn á heimsvísu?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tímaritið OUT veltir upp þeirri spurningu á vef sínum hvort fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, sem hannar undir merkinu JÖR, gæti orðið fyrsti íslenski fatahönnuðurinn til að slá í gegn á heimsvísu.

Í grein OUT segir að Guðmundur sé orðinn einn af umtöluðustu, íslensku hönnuðunum á síðustu tveimur árum.

„Það eru engar reglur í íslenskum stíl og það er það sem er áhugavert,“ segir Guðmundur í samtali við OUT.

Þá er einnig bent á að hönnuðir eyði jafnvel árum saman í að hanna fatnað á karlmenn en að Guðmundur sé frábrugðinn þeim þar sem hann frumsýndi nýverið kvenfatalínu.

„Ég er búinn að vera að gera línuna á milli kynjanna óskýra þannig að maður veit ekki hvort um karlmann eða konu er að ræða,“ segir hann í viðtali við ritið.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×