Innlent

Gæti dottið í sólbaðsveður í skjóli á morgun

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bjart um land allt á morgun.
Bjart um land allt á morgun.
Þokkalegt veður verður á landinu í dag, á öðrum í hvítasunnu. „Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað með köflum og lítilsháttar rigning eða slydda NA-til framan af degi. Austan 8-15 og fer að rigna S-lands seinni partinn, en dregur úr vindi fyrir norðan með kvöldinu,“ segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Á morgun verður bjartviðri um allt land og má gera ráð fyrir sólarglætu um allt land á hádegi. Því geta þeir allra hörðustu legið í sólbaði finni menn skjólgóðan stað.

„Austan 5-10 syðst á morgun, en annars hægviðri. Skýjað S-til og víða smá skúrir, en annars bjartviðri. Hiti 1 til 14 stig að deginum, mildast SV-til.“

Örlítil rigning verður í dag um landið sunnanvert eins og fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar en þurrt á morgun.

„Norðlæg átt og fremur kalt fyrir norðan í dag. Slydduél og sums staðar snjóél framan af degi en síðan þurrt að kalla. Sums staðar dálítil rigning um landið sunnanvert seinnipartinn. Hægari í kvöld og nótt og víðast hvar þurrt á morgun, en austan kaldi og minniháttar úrkoma syðst á landinu. Hiti að 14 stigum SV-lands, en kaldara annars staðar og hiti um frostmark NA-til. Útlit fyrir að hitatölur fari heldur hækkandi seinna í vikunni,einkum fyrir norðan og austan.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

Á fimmtudag: Suðlæg átt, 5-10 m/s og skýjað á S-verðu landinu, en víða bjartviðri fyrir norðan. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag: Hægviðri, úrkomulítið og milt veður.

Á laugardag og sunnudag: Norðaustlæg átt og dálítil væta SA-lands, en annars bjart með köflum og fremur hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×