Innlent

Gæsluþyrla kölluð út eftir að neyðarblys sást á lofti

vísir/vilhelm
Lögreglan á Höfn í Hornafirði kallaði í gærkvöldi út þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna ljósagangs sem margir sáu eins og yfir Skálafellsjökli í Vatnajökli, og talið var að gæti verið neyðarblys, eða svonefnt svifblys.

Þyrlan var komin á leitarsvæðið upp úr miðnætti og var meðal annars leitað með nætursjónauka við góð skilyrði í hátt í tvær klukkustundir, án árangurs og ekki er vitað um mannaferðir á svæðinu.

Þyrlan þurfti að taka eldsneyti í Vestmannaeyjum á bakaleiðinni og kom svo til Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×