Innlent

Gæslan yfirtekur skipið sem strandaði

MYND/VESSELFINDER.COM
Landhelgisgæslan hefur tekið fram fyrir hendur á útgerð og tryggingafélagi flutningaskipsins Green Freezer, sem strandaði í Fáskrúðsfirði í fyrrakvöld, og ætlar að draga skipið á flot hverju sem tautar og raular.

Eigendur skipsins höfðu fengið frest fram á kvöld í gær til að leggja fram raunhæfa björgunaráætlun, eftir að hafa afþakkað aðstoð togara í fyrrakvöld, dráttarbáts í gærmorgun og síðast varðskips í gærkvöldi, við að draga skipið á flot.

En þegar áætlunin lá ekki fyrir á tilsettum tíma ákvað Landhelgisgæslan undir miðnætti, í samráði við við Umhverfisstofnun, að beita svonefnum íhlutunarrétti í samræmi við lög um verndun hafs og strandar. Lögunum er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir umhverfisvá.

Skipverjar á varðskipinu Þór, sem er á vettvangi, eru þegar farnir að undribúa aðgerðir í samvinnu við fleiri viðbragðsaðila og er stefnt að því að draga skipið á flot á háflóðinu klukkan tíu fyrir hádegi. Nánari upplýsingar um aðgerðirnar liggja ekki fyrir að svo stöddu og heldur ekki hvert skipið verður dregið, Stýri og skrúfa þess munu vera löskuð eftir að skipinu var bakkað upp í malarkamb í fjörunni í fyrrakvöld. Skipið er skráð á Bahama eyjum. 17 manna áhöfnin er enn um borð í skipinu og er gott veður á strandstað.


Tengdar fréttir

Green Freezer enn á strandstað

Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi.

Flutningaskipið situr sem fastast

Óákveðið er enn hvort að Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar eða Vöttur, hafnsögubátur Fjarðarbyggðar, dragi Green Freezer að landi í kvöld eða á morgun.

Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu

Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×