Innlent

Gæslan flutti veikt grænlenskt barn til Danmerkur

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvélin snéri um helgina heim frá Grikklandi eftir þriggja mánaða dvöl á Grikklandi og Ítalíu við landamæraeftirlit fyrir Frontex.
Flugvélin snéri um helgina heim frá Grikklandi eftir þriggja mánaða dvöl á Grikklandi og Ítalíu við landamæraeftirlit fyrir Frontex. Mynd/Landhelgisgæslan
Flugvél Landhelgisgæslunnar flutti í gær ungt grænlenskt barn til Danmerkur eftir að tilkynning barst um að koma þyrfti barninu skjótt undir læknishendur. Fyrr um daginn hafði barnið verið flutt til Íslands frá Grænlandi.

Á vef Landhelgisgæslunnar segir að starfsmenn hafi brugðist skjótt við, en áhöfn TF-SIF hafði verið kölluð út af frívakt.

Flugvélin snéri um helgina heim frá Grikklandi eftir þriggja mánaða dvöl á Grikklandi og Ítalíu við landamæraeftirlit fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins.

Segir að TF-SIF hafi lagt af stað áleiðis til Danmerkur um þrjúleytið í gær. Búist var við að vélin kæmi aftur til Íslands í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×