Innlent

Gæsaveiðin hefst í dag

Þessar þurfa að fara að vara sig.
Þessar þurfa að fara að vara sig.
Gæsaveiðitíminn hefst í dag og má skjóta heiðagæs og grágæs. Báðir þessir stofnar eru í vexti og veiðarnar því ekki taldar ógna þeim. Búist er við að veiðarnar fari hægt af stað en yfirleitt kemst kraftur í þær upp úr miðjum september.

Þá er gæsin komin niður á láglendið og farin að hópa sig fyrir flugið yfir hafið. Skotmenn þurfa að fá lelyfi landeigenda til að fá að skjóta á lendum þeirra, og víða eru slíkar heimilidir eða spildur leigðar veiðimönnum, ýmist frá degi til dags eða til langtíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×