Körfubolti

Gæsahúðarmyndband frá úrslitaleiknum árið 2009

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fagnar með áhorfendum eftir leikinn.
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fagnar með áhorfendum eftir leikinn. vísir/daníel
„Það er ekki hægt að koma einu einasta kvikindi í viðbót fyrir inn í íþróttahúsinu,“ sagði Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson fyrir oddaleik KR og Grindavíkur árið 2009.

Nú átta árum síðar er nákvæmlega sama staða í körfuboltanum. KR og Grindavík munu spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Vesturbænum á sunnudag.

Síðast mættu um 2.500 manns og stemningin var engu lík. Þeir sem þangað mættu eru enn að tala um það og geta ekki hætt því.

DHL-höllin var algjörlega pökkuð og er ekki við öðru að búast en að þannig verði það á sunnudag.

Það var ekki bara að rimma liðanna fyrir átta árum færi í oddaleik heldur réðust úrslit leiksins í síðustu sókninni.

Grindvíkingar með boltann og einu stigi undir. Enginn þorði að taka skotið og KR vann leikinn. Ógleymanlegur leikur tveggja frábærra liða.

Sjá má þetta geggjaða myndband hér að neðan.


Tengdar fréttir

KR-ingar vilja fá fleiri í húsið en árið 2009

KR-ingar eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir oddaleikinn í Dominos-deild karla sem fer fram í Vesturbænum á sunnudagskvöldið. Þá spila KR og Grindavík hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Grindavík henti KR út í horn

Grindavík er búið að koma íslenska körfuboltaheiminum heldur betur á óvart með því að vinna tvo leiki í röð gegn KR og tryggja sér oddaleik um titilinn á sunnudag. Þeir voru miklu betri en KR-ingar í gærkvöldi.

Jóhann: Ekki víst að svona tækifæri komi aftur næstu árin

"Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki í að segja það en mér fannst þetta allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir ákveðinn þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, eftir magnaðan sigur liðsins á KR í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×