Lífið

Gæsa­húðar­mynd­band: Sjáðu fagnaðar­lætin í leiks­lok frá vara­manna­bekk Ís­lands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stemningin á vellinum í leikslok.
Stemningin á vellinum í leikslok. vísir/getty
Um fátt er meira rætt á Íslandi í dag en frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins á Englendingum á EM í gærkvöldi. Fögnuður leikmanna sem og þjóðarinnar var einlægur þegar flautað var til leiksloka og hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum síðasta hálfa sólarhringinn eða svo af fagnaðarlátum, bæði í Frakklandi og hér heima á Íslandi.

Myndbandið hér að neðan er hins vegar nokkuð einstakt enda er það tekið upp frá varamannabekk íslenska landsliðsins undir leikslok. Gleðin er ósvikin þegar varamenn landsliðsins, þjálfarateymi og starfsmenn hlaupa inn á völlinn og svo í átt til stuðningsmannanna en í myndbandinu sést meðal annars þegar Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hleypur í fangið á Sigga dúllu búningastjóra landsliðsins og þeir félagar faðmast innilega.

Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins deildi myndbandinu á Facebook-síðu sinni í dag og það má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Myndband af mögnuðum stríðssöng í Bankastrætinu

Mikill mannfjöldi var saman kominn í Bankastrætinu um miðnæturbil þar sem sunginn var stríðssöngurinn sem hefur verið einkennandi fyrir íslensku stuðningsmennina í tengslum við EM.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×